Jöfnuðu Grindavík að stigum
 La Barkus gerði 29 stig í stórsigri Keflavíkur á KR í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í gær en lokatölur leiksins voru 93 – 38 Keflavík í vil. Með sigrinum hafa Keflavíkurkonur jafnað Grindavík að stigum en silfurlið Bikarkeppninnar á leik til góða á Íslandsmeistarana.
La Barkus gerði 29 stig í stórsigri Keflavíkur á KR í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í gær en lokatölur leiksins voru 93 – 38 Keflavík í vil. Með sigrinum hafa Keflavíkurkonur jafnað Grindavík að stigum en silfurlið Bikarkeppninnar á leik til góða á Íslandsmeistarana.
Keflavík afgreiddi leikinn að mestum hluta í 1. leikhluta en honum lauk í stöðunni 8 – 32 Keflavík í vil. KR klóraði aðeins í bakkann fyrir hálfleik en liðin skildu þá í stöðunni 20 – 54 og björninn þá unninn.
KR gerði aðeins 5 stig í 3. leikhluta og stórsigur Keflavíkur því óumflýjanlegur sem sýndu mátt sinn og megin í DHL – höllinni.
La Barkus gerði 29 stig hjá Keflavík og Ingibjörg Vilbergsdóttir gerði 12 stig en 11 af 12 leikmönnum Keflavíkur komust á blað í gær. Vanja Pericin gerði 14 stig í liði KR.
VF- myndir/ JBÓ, [email protected] 
 
 

 
 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				