Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jöfnuðu á síðustu mínútu
Föstudagur 26. mars 2010 kl. 08:48

Jöfnuðu á síðustu mínútu


Njarðvík náði að í tvö dýrmæt stig í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Haukum í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöll.
Haukar skoruðu mark í fyrri hálffleik og það virtist ætla að duga þeim til sigurs. Á síðustu mínútu leiksins fengu Njarðvíkingar hins vegar vítaspyrnu sem Rafn Magnús Vilbergsson notaði til að jafna leikinn.

ÍA er efst í 1. riðli keppninnar með 13 stig. Grindvíkingar koma þar á eftir með 9 stig. Njarðvík situr í neðsta sæti með 2 stig en átta lið eru í riðlinum. Í 3.riðli er mikil spenna í toppsætunum en KR, Keflavík og Breiðablik eru öll með 12 stig. KR er með markahlutfallið 20:4 og Keflavík með 17:8.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024