Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

J'Nathan Bullock aftur í raðir Grindvíkinga
Fimmtudagur 21. desember 2017 kl. 09:52

J'Nathan Bullock aftur í raðir Grindvíkinga

Grindvíkingar hafa fengið nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Rashad Whack af hólmi en nýi leikmaðurinn er Grindvíkingum kunnur. J’Nathan Bullock snýr aftur í gula búninginn er fram kemur á grindavik.is.
Bullock lék með liði Grindavíkur tímabilið 2011 til 2012 en þar var hann lykilmaður í liðinu og á því tímabili varð Grindavík bæði deildar- og Íslandsmeistari.
Eftir að Bullock yfirgaf Grindavík hefur hann leikið í Finnlandi, Ísrael, Írak og Filipseyjum.
Bullock mun að öllum líkindum leika með Grindavík þegar liðið mætir Þór Þorlákshöfn í Þorlákshöfn þann 5. janúar nk.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024