Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jeppe Hansen til ÍA
Fimmtudagur 26. júlí 2018 kl. 09:24

Jeppe Hansen til ÍA

Knattspyrnudeild Keflavíkur sendi frá sér tilkynningu um það að Jeppe Hansen, leikmaður liðsins muni fara að láni til ÍA það sem eftir lifir af þessu keppnistímabili.
Jeppe hefur leikið með liðinu frá árinu 2017 og átti meðal annars þátt í því að koma liðinu upp í efstu deild. Í tilkynningunni óskar Knattspyrnudeild Keflavíkur Jeppe velfarnaðar en ljóst er að djúp skarð verður hoggið í liðið við það að missa Jeppa úr liðinu en Keflavík er aðeins með þrjú stig í Pepsi-deildinni deildinni og situr í langneðsta sæti hennar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024