Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jenný Geirdal á leiðinni í bandaríska háskólaboltann
Jenný Geirdal (11) í leik með Grindavík gegn Njarðvík á síðasta tímabili í Subway-deild kvenna. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 13. júní 2022 kl. 09:11

Jenný Geirdal á leiðinni í bandaríska háskólaboltann

Grindvíska körfuknattleikskonan Jenný Geirdal Kjartansdóttir mun ekki leika með Grindavík í Subway-deild kvenna á næsta tímabili. Jenný heldur í nám til New Jersey í Bandaríkjunum næsta haust og mun leika með liði Rowan-háskólans sem spilar í New Jersey Athletic-deildinni.

Jenný hefur leikið allan sinn feril með yngri flokkum Grindavíkur og nú seinast í meistaraflokki félagsins í Subway-deild kvenna þar sem þessi 1.77 cm framherji skilaði fimm stigum, fjórum frásköstum á leik. Jenný mun halda utan nú í haust til spila með „uglunum“ við Rowan-háskóla. Nemendur í Rowan-háskólanum telja um tuttugu þúsund en skólinn býður upp á rúmlega 100 námsbrautir og öll námsstig; bachelor, meistara- og doktorsnám, en tveir spítalar eru hluti af skólakerfinu og námsbrautum tengdum heilbrigðisnáminu við Rowan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024