Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jeb Ivey byrjar vel hjá BG 74 Göttingen
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 11:18

Jeb Ivey byrjar vel hjá BG 74 Göttingen

Jeb Ivey hefur heldur betur byrjað vel í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik með BG 74 Göttingen. Liðið hans hefur mjög óvænt unnið báða deildarleiki sína til þessa, gegn Giessen 88-81 og Bayern Leverkusen 81-95. Jeb lék með Njarðvíkingum síðustu tvö tímabil og varð Íslandsmeistari í grænu á þarsíðustu leiktíð.

 

Jeb skoraði 12 stig í fyrri leiknum og 24 í þeim seinni og var að hitta mjög vel. Vefsíða Njarðvíkur, www.umfn.is náði tali af Jeb og kvaðst leikmaðurinn mjög ánægður með gengi liðsins til þessa sem og eigin frammistöðu.

 

Jeb bað fyrir bestu kveðjum til allra hjá UMFN og þó sérstaklega til fyrirliðans Friðriks Erlends Stefánssonar. Jeb sagðist fylgjast vel með sínum fyrri félögum og kvaðst spenntur fyrir leik kvöldsins gegn Snæfell 

 

www.umfn.is

 

VF-Mynd/ Ivey í leik með Njarðvíkingum

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024