Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jankovic og Suker í samstarfi
Þriðjudagur 15. nóvember 2005 kl. 13:01

Jankovic og Suker í samstarfi

Yfirþjálfari yngri flokkanna í knattspyrnu í Grindavík, Milan Stefán Jankovic, stóð á dögunum fyrir knattspyrnuskóla í Bihac í Serbíu. Honum til fulltyngis var enginn annar en knattspyrnuhetjan Davor Suker.

Aðeins 40 krakkar áttu að fá þátttöku í knattspyrnuskóla Milans og Sukers en hópurinn taldi á endanum 60 krakka. Í dag hefst nýtt námskeið hjá þeim félögum hið ytra vegna góðrar þátttöku.

Davor Suker er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur en hann var einn af máttarstólpum króatíska landsliðsins ásamt því að leika með Real Madrid og Arsenal svo eitthvað sé nefnt.

VF-mynd/ www.umfg.is – Davor Suker í Grindavíkurbúning

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024