Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jakob Már Jónharðsson ráðinn þjálfari mfl Víðis
Þriðjudagur 27. október 2009 kl. 11:24

Jakob Már Jónharðsson ráðinn þjálfari mfl Víðis

Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hefur gert 2ja ára samning við Jakob Már Jónharðsson. Jakob  er að flestum kunnugur í fótboltaheiminum og spilaði m.a fyrir Keflavík. Stjórn Víðis telur hann vera rétta þjálfarann til að koma liðinu uppí 1.deild að ári.

Talsverðar breytingar verða á liðinu frá því í sumar. Sex ungir leikmenn hafa þegar gengið í raðir félagsins og koma til að leysa eldir leikmenn af sem hafa lagt skóna á hilluna eða róið á önnur mið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni f.v. eru: Hörður Ingi Harðarson, Rúnar Hólm, Jakob Már Jónharðsson þjálfari, Ólafur Róbertsson formaður, Björn Bergmann Vilhjálmsson og Fannar Sævarsson.