Jaka Brodnik gengur til liðs við Keflavík
Eftir að hafa unnið góðan sigur á KR í gær til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleik úrslitakeppni Domino's-deildar karla tilkynnti körfuknattleiksdeild Keflavíkur frá vistaskiptum framherjans Jaka Brodnik frá Tindastóli til Keflavíkur fyrir næsta tímabil.
„Eftir sætan sigur gegn KR er virkilega gaman að segja frá því að Jaka Brodnik hefur skrifað undir samning við Keflavík fyrir næsta tímabil. Jaka sem hefur stimplað sig inn sem einn af bestu leikmönnum Dominos deildar undanfarin ár mun smellpassa inn í okkar lið og við vitum að það verður tekið vel á móti þessum gæðaleikmanni,“ segir á Facebook-síðu deildarinnar.
Jaka Brodnik er 29 ára gamall Slóveni og hefur leikið á Íslandi í þrjú tímabil, fyrst með Þór Þorlákshöfn og síðustu tvö tímabil hefur hann verið með Stólunum. Á yfirstandandi tímabili var Brodnik með 14,8 stig, 6,1 frákast og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.