Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnteflissumarið 2017 hafið af krafti
Fimmtudagur 25. maí 2017 kl. 22:15

Jafnteflissumarið 2017 hafið af krafti

Jafntefli varð niðurstaðan úr viðureign Keflavíkur og Selfoss í 1. deild karla í knatt­spyrnu, In­kasso­deild­inni, í kvöld en leikið var á Nettóvell­in­um í Kefla­vík. Fyrri hálfleikur var markalaus en fjögur mörk voru skoruð í Þeim síðari, Selfoss var alltaf fyrri til að skora og Keflvíkingar jöfnuðu.
 
Selfyssingurinn Ingi Rafn Ingi­bergs­son skoraði á 50. mín­útu en Keflvíkingar jöfnuðu tveimur mínútum síðar með marki Juraj Grizelj.
 
James Mack kom Selfissi yfir á 63. mínútu en jafntefliskóngarnir jöfnuðu með marki Hólmars Arnar Rúnarssonar þremur mínútum síðar.
 
Síðari hálfleikur var mun fjörugri en sá fyrri og Keflvíkingar voru þó nærri því að bæta við þriðja markinu á fjörugum lokamínútum. Það tókst ekki og jafntefli niðurstaðan.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024