Jafntefli í síðasta leik
Grindavík lauk keppni í deildarbikar karla í knattspyrnu á föstudag með 1-1 jafntefli gegn Þrótti Reykjavík. Mark Grindavíkur gerði Orri Freyr Óskarsson á 55. mínútu en Þróttur komst yfir í leiknum á 11. mínútu með marki frá Óskari Snæ Vignissyni.
Grindavík lauk keppni í deildarbikarnum með 6 stig í 7 leikjum og eru í 6. sæti af 8 liðum en geta endað neðar þar sem enn eru nokkrir leikir eftir.
Grindavík lauk keppni í deildarbikarnum með 6 stig í 7 leikjum og eru í 6. sæti af 8 liðum en geta endað neðar þar sem enn eru nokkrir leikir eftir.