Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli í Njarðvík
Föstudagur 8. júní 2018 kl. 21:13

Jafntefli í Njarðvík

Njarðvík mætti Fram á Njarðtaksvellinum í kvöld í Inkasso-deild karla í knattspyrnu, lokatölur leiksins urðu

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en Bergþór Ingi Smárason skoraði á 6. mínútu og Njarðvík komið í 1-0 forystu. Fátt annað gerðist í fyrri hálfleik og þegar flautað var til leiksloka leiddi Njarðvík með einu marki gegn engu. Luka Jagacic fékk gult spjald á 56. mínútu og Njarðvík gerði fyrstu skiptingu sína í leiknum á 63. mínútu þegar Ari Már Andrésson kom inn á fyrir Luka Jagacic.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík bætti öðru marki við á 72. mínútu en Helgi Þór Jónsson skoraði, Fram var ekki lengi að minnka muninn en á 76. mínútu kom mark frá Guðmundi Magnússyni. Arnór Björnsson kom inn á fyrir Bergþór Inga Smárason á 83. mínútu, þá kom Unnar Már Unnarsson inn á fyrir Helga Þór Jónsson á 87. mínútu og ljóst að Njarðvík ætlaði að þétta vörnina en lokamínútur Njarðvíkinga hafa verið dýrkeyptar í síðustu leikjum. Fram jafnaði metin á 88. mínútu og staðan því 2-2 þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur leiksins 2-2 og bæði lið fengu því eitt stig eftir leikinn.