Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli í Grindavík
Miðvikudagur 20. júní 2018 kl. 09:49

Jafntefli í Grindavík

Grindavík tók á móti Víking Reykjavík í gærkvöldi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Bæði lið sóttu stíft í byrjun fyrri hálfleiks og það var ekki spurning um hvort það kæmu mörk í leiknum, heldur hvenær. Víkingur skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu en Hildur Antonsdóttir, leikmaður Víkings lék á vörnina og Viviane, markvörður Grindavíkur náði ekki að verjast skotinu.

Grindavík svaraði þó fljótlega fyrir sig en Rio Hardy jafnaði metin á 31. mínútu og staðan því 1-1. Fátt annað gerðist í fyrri hálfleik veðrið í Grindavík var upp á sitt besta í gærkvöldi, sól og smá gola og engin rigning. Seinni háfleikur var tíðindalítill og jafntefli liðanna staðreynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024