Jafntefli í Grindavík
Leik Grindvíkinga og HK lauk nú fyrir stundu með jafntefli. Grindvíkingar voru yfir 2:1 í hálfleik en HK menn tóku á því eftir miðjan seinni hálfleik, sóttu stíft undan vindinum og uppskáru mark á 79. mínútu.
Andri Steinn Birgisson skoraði bæði mörk Grindvíkinga. Mita Brulc skoraði fyrra mark HK liðsins og Þorlákur Hilmarsson það seinna.
Stífur vindur sett mark sitt á leikinn
VF-mynd/Þorgils