Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli í fyrsta leik
Dröfn Einarsdóttir var nærri því að skora þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en markvörður Tindastóls varði naumlega. Mynd úr safni Víkurfrétta/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 10:31

Jafntefli í fyrsta leik

Keflavík hóf leik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær þegar liðið mætti Tindastóli á Sauðárkróki. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en aðstæður fyrir norðan voru erfiðar, kalt og hvasst.

Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið fengu þó sín færi án þess að nýta þau. Næsti leikur Keflavíkur verður einnig leikinn norðan heiða en þær mæta Þór/KA á Akureyri í annarri umferð Bestu deildarinnar mánudaginn 1. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Jonathan Glenn stýrir Keflavíkurliðinu í Bestu deild kvenna í ár en hann var við stjórnvölinn hjá ÍBV á síðustu leiktíð.
Hin fimmtán ára Alma Rós Magnúsdóttir var í byrjunarliði Keflavíkur í gær en Alma er mjög efnileg og sem leikmaður þykir hún um margt minna á Keflvíkinginn Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Á Fótbolti.net má sjá myndaveislu frá leiknum í gær.