Jafntefli í fyrsta leik
Keflavík hóf leik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær þegar liðið mætti Tindastóli á Sauðárkróki. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en aðstæður fyrir norðan voru erfiðar, kalt og hvasst.
Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið fengu þó sín færi án þess að nýta þau. Næsti leikur Keflavíkur verður einnig leikinn norðan heiða en þær mæta Þór/KA á Akureyri í annarri umferð Bestu deildarinnar mánudaginn 1. maí.
Á Fótbolti.net má sjá myndaveislu frá leiknum í gær.