Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli í Evrópuleiknum – Valletta fer áfram
Fimmtudagur 9. júlí 2009 kl. 21:56

Jafntefli í Evrópuleiknum – Valletta fer áfram


Keflavík og Valletta FC skildu jöfn á Sparisjóðsvellinum í kvöld en hvort lið skoraði tvö mörk. Þetta var seinni leikur liðanna í Evrópukeppninni en sá fyrri fór fram á Möltu þar sem Valletta sigraði 3-0.
Möltubúarnir skoruðu fyrsta mark leiksins skömmu fyrir hálfleik þegar Dyson Falzon slapp inn fyrir vörn Keflvíkinga og skoraði. Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði á 55. mínútu með fallegu marki. Jóhann B. Guðmundsson kom svo Keflvíkingum yfir á 71. mínútu með tilþrifamikilli aukaspyrnu af löngu færi. Jöfnunarmark Möltubúana kom svo á 82. mínútu þegar Njongu Priso slapp inn fyrir vörnina þar sem hann tók á móti stungusendingu og sendi boltann í netið.
Samanlagt sigraði Valletta í viðureigninni 5-2 og kemst því áfram í keppninni.
---


VFmynd/elg – Frá leik Keflavíkur og Valletta FC í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024