Jafntefli hjá Víði og Þrótti
 Víðir úr Garði gerði jafntefli við Hött á Egilsstöðum í dag, 1-1, í 2. deildinni í knattspyrnu.
Víðir úr Garði gerði jafntefli við Hött á Egilsstöðum í dag, 1-1, í 2. deildinni í knattspyrnu.
Anton Ástvaldsson kom heimamönnum yfir strax á 4. mínútu, en Siguðrur Markús Grétarsson jafnaði leikinn jafn harðan eftir varnarmistök á 7. mínútu.
Í umfjöllun á fotbolti.net segir að Hattarmenn hafi átt nokkur hættuleg færi undir lokin, en jafntefli hafi þrátt fyrir það verið sanngjörn úrslit.
Víðismenn eru eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar, en Höttur í því 8.
Þá má þess geta að Þróttur í Vogum gerði í dag jafntefli við BÍ/Bolungarvík, 1-1, í Vogum. Eftir leikinn eru Þróttarar í 3. sæti síns riðils og BÍ/Bolungarvík í því efsta.
VF-mynd úr safni - Sigurður Markús skoraði mark Víðis í dag


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				