Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli hjá Víði gegn KV - stórleikur á miðvikudag
Sunnudagur 28. maí 2017 kl. 11:34

Jafntefli hjá Víði gegn KV - stórleikur á miðvikudag

Víðismenn gerðu jafntefli við KV í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Nesfisksvellinum í Garði. Lokatölur urðu 2-2 eftir að heimamenn höfðu komist í 2-0.
Daníel Gylfason kom Víði yfir á 12. mín. með góðu marki og Patrik Snær bætti við öðru á 25. mín. Fátt annað var í spilunum en að heimamenn væru að innbyrða góðan sigur en á 43. mín. fékk markaskorarinn Patrik rautt spjald og í kjölfarið minnkaði KV muninn í 2-1. Gestirnir jöfnuðu síðan úr víti á 80. mínútu og tryggðu sér annað stigið.
Næsti leikur hjá þeim bláu í Garðinum verður stór þegar Fylkismenn mæta í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í Garðinn nk. miðvikudag kl. 18.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024