Jafntefli hjá Njarðvíkingum í rokinu
Njarðvíkingar náðu aðeins í 1-1 jafntefli þegar þeir fengu lið Tindastóls/Hvatar í heimsókn í 2. deildinni í knattspyrnu í gær en mikið hvassviðri setti svip sinn á leikinn.
Njarðvíkingar komust yfir þegar að Andri Fannar Freysson skoraði í blálokin á fyrri hálfleik. Gestirnir jöfnuðu hinsvegar þegar að tæpar 10 mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Njarðvíkingar eru með 7 stig eftir 4 leiki og sitja í 6. sæti deildarinnar um þessar mundir.