Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Jafntefli hjá Njarðvík
Laugardagur 26. maí 2018 kl. 14:26

Jafntefli hjá Njarðvík

Njarðvík mætti ÍA í Inkasso-deildi karla í knattspyrnu í gær og urðu lokatölur leiksins 2-2. Leikurinn hófst með látum en Njarðvík skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu með marki frá Stefáni Birgi Jóhannessyni. Tvö gul spjöld fóru á loft með mínútu millibili þegar Luka Jagacic og Magnús Þór Magnússon, leikmenn Njarðvíkur fengu gula spjaldið á 23. og 24. mínútu leiksins. ÍA jafnaði metin á 36. mínútu og stóðu leikar jafnir 1-1 í hálfleik.

ÍA komst yfir á 66. mínútu og staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn. Andri Freysson fór á vítapunktinn á 74. mínútu en boltinn fór í slánna og því misnotað víti. Bergþór Birgir Jóhannesson kom inn á á 82. mínútu fyrir Stefán Birgi Jóhannesson og Ari Már Andrésson kom inn á fyrir Luka Jagacic á 85. mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Njarðvík að jafna metin á 86. mínútu þegar Magnús Þór Jónsson skoraði eftir hornspyrnu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en leikurinn var fjörugur á köflum og er Njarðvík í fimmta sæti eftir leik gærdagsins.

ÍA 2 - 2 Njarðvík
0-1 Stefán Birgir Jóhannesson ('4)
1-1 Stefán Teitur Þórðarson ('36)
2-1 Andri Adolphsson ('66)
2-1 Andri Fannar Freysson ('74, misnotað víti)
2-2 Magnús Þór Magnússon ('86)