Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli hjá Grindavík og staðan ekki góð
Mynd úr safni.
Föstudagur 17. ágúst 2018 kl. 09:34

Jafntefli hjá Grindavík og staðan ekki góð

Grindavík og Selfoss skildu jöfn, 1-1, eftir viðureign liðanna í Pepsi-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattsptyrnu. Leikurinn fór fram á Selfossi í gærkvöldi.
 
Heimakonur komust yfir í leiknum með marki Allyson Paige Haran á 36. mínútu en Rio Hardy jafnaði fyrir Grindavík þegar 10 mínútur voru til leiksloka.
 
Grindavíkurkonur voru spjaldsæknar í leiknum en þær náðu sér samtals í fimm gul spjöld.
 
Staða Grindavíkur í deildinni er ekki góð. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með 10 stig en liðið hefur tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum og gert eitt jafntefli.
 
Næsti leikur Grindavíkur er við HK/Víking á Víkingsvelli þann 26. ágúst nk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024