Jafntefli hjá Grindavík í Deildarbikarnum
Grindvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við ÍBV í Deildarbikarnum í Fífunni í gær. Staðan í hálfleik var 0-0. Alfreð Jóhannsson kom Grindvíkingum í 1-0 á 57. mínútu en Eyjamenn jöfnuðu leikinn á lokamínútunum og þar við sat. Þetta var fyrsta stig Grindvíkinga í riðli sínum í Deildarbikarnum í sjö leikjum og vonandi að liðið sé að detta í gírinn fyrir átökin í sumar.
Vf-mynd/úr safni