Jafntefli á Keflavíkurvelli
Keflavík og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag. Ragnar Sigurðsson kom Fylki í 1-0 á 22. mínútu en Guðjón Árni Antoníusson jafnaði metin fyrir Keflavík á 35. mínútu leiksins. Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, varði vítaspyrnu frá Fylkismönnum á lokamínútum leiksins og tryggði þar mikilvægt stig fyrir Keflvíkinga.
Nánar um leikinn síðar...