Jafnt í Suðurstrandarslagnum

Grindvíkingar töpuðu í Þorlákshöfn

Staðan er 1-1 í einvígi Grindavíkur og Þórs Þ. í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla en liðin hafa unnið sinn heimaleikinn hvort. Þórsarar unnu 90:86 sigur í sveiflukenndum leik í Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar mættu grimmir til leiks og fóru með 12 stiga forystu í hálfleik. Grindvíkingar sneru dæminu hins vegar við í síðari hálfleik og söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Það dugði þó ekki til í kvöld og gekk Grindvíkingum erfiðlega að stöðva Tobin Carberry sem skoraði 30 stig fyrir Þórsara. Hjá Grindvíkingum voru Dagur Kár og Clinch atkvæðamestir í jöfnu liði.

Þór Þ.-Grindavík 90-86 (25-19, 27-21, 21-27, 17-19)
Þór Þ.: Tobin Carberry 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Grétar Ingi Erlendsson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.


Grindavík: Dagur Kár Jónsson 20, Lewis Clinch Jr. 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/12 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/7 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Þorsteinn Finnbogason 0/4 fráköst, Hamid Dicko 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.