Jafnt í Grindavík og Keflavík undir í hálfleik
Staðan er jöfn 0-0 á Grindavíkiurvelli þegar flautað er til hálfleiks en heimamenn hafa verið mun sterkari aðilinn í leiknum og átt aragrúa af færum en ekki tekist að koma boltanum yfir marklínuna hjá Íslandsmeisturum FH. Ef leiknum lýkur með jafntefli eru Grindvíkingar fallnir niður í 1. deild. Á Kópavogsvelli er staðan 2-0 Breiðablik í vil gegn Keflvíkingum.
Besta færi Grindavíkur í leiknum til þessa koma á 7. mínútu leiksins þegar Jóhann Þórhallsson skallaði framhjá eftir hornspyrnu en atgangur Grindvíkinga við mark FH hefur verið mikill en þeim ekki tekist að skora.