Jafnt í Grindavík
Grindvíkingar og Haukar skildu jöfn, 1-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Juraj Grizelj gerð mark Grindvíkinga undir lok leiks en fyrrum leikmaður Grindvíkinga, Andri Steinn Birgisson jafnaði metin fyrir Hauka í blálokin. Eftir leikinn eru Grindvíkingar aðeins einu stigi á eftir toppliði Víkings í 1. deild.