Jafnt í Grindavík - Keflavík fer í vesturbæinn
Jafnt er í leik Grindavíkur og Vals þegar fyrri hálfleikur er langt kominn í leik liðanna í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Grindavík og eru aðstæður allar hinar bestu, sól og blíða og góður völlur.
Efsta lið deildarinnar, Keflavík mætir KR í Frostaskjóli kl. 20 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Meðfylgjandi myndir tók Sölvi Logason, ljósmyndari VF í leiknum núna rétt áðan í Grindavík.
--