Jafnt í Grindavík
Grindavík og ÍBV skildu jöfn á heimavelli Grindavíkinga í kvöld, 1-1.
Lengst af fyrri hálfleik var ÍBV betri aðilinn leiknum en Eyjamenn uppskáru mark á 13. mínútu þegar Augustine Nasumba renndi boltanum í netið hjá Grindvíkingum.
Grindvíkingar tóku við sér og leikur þeirra varð öllu fjörlegri. Það skilaði þeim marki á 43. mínútu sem Gilles Mbang Ondo skoraði eftir hornspyrnu.
Þessi úrslit þýða að bæði þessi lið eru enn í fallhættu en sigur í leiknum hefði tryggt sigurliðinu sæti í deildinni.
----
VFmynd/elg - Augustine Nasumba rennir boltanum í netið hjá Grindvíkingum.