Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt hjá Keflavík og Víkingi
Sunnudagur 16. september 2007 kl. 19:06

Jafnt hjá Keflavík og Víkingi

Keflavík og Víkingur skildu jöfn í miklum baráttuleik á Keflavíkurvelli í dag, 0-0. Keflvíkingar voru manni færri frá 20 mínútu þegar Guðmundi V. Mete var vikið af velli eftir að hann fékk að líta sitt annað gula spjald.

Þannig hafa Keflvíkingar leikið átta leiki í Landsbankadeild karla án þess að innbyrða sigur

Keflvíkingar voru, þrátt fyrir liðsmuninn, alls ekki síðri aðilinn í leiknum lengst af og það var ekki fyrr en undir lokin sem Víkingar fóru að hlaða pressu á mark heimamanna. Þeir hættu sér hins vegar ekki of langt til að gefa ekki færi á sér þannig að á endanum urðu bæði lið að sætta sig við eitt stig úr leiknum.

Þar sem Guðmundur Mete verður í banni í næsta leik þarf Kristján Guðmundsson þjálfari enn að hróka til varnarmönnum, en af ýmsum orsökum hefur honum reynst erfitt að halda sama mannskap þar á milli leikja.

Nú er staðan í deildinni þannig að Keflavík siglir enn lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar, en Með stiginu sem þeir fengu í dag eru Víkingar jafnir KR og Fram á botni deildarinnar.

 

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024