Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt hjá Keflavík og Fram
Jóhann Birnir skoraði mark Keflvíkinga.
Þriðjudagur 10. júní 2014 kl. 21:10

Jafnt hjá Keflavík og Fram

Keflvíkingar sóttu stig í Laugardalinn þegar þeir heimsóttu Fram í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1 í fjörugum leik. Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflvíkingum yfir eftir 10 mínútna leik eftir að Elías Már Ómarsson hafði átt góðan sprett. Frábær byrjun hjá Keflvíkingum.

Framarar náðu svo að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik eftir hornspyrnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leiðinlegt atvik átti sér stað þegar Árni Freyr Ásgeirsson markvörður Keflvíkinga þurfti að yfirgefa völlinn í sjúkrabíl, en hann hlaut höfuðhögg og rotaðist um miðjan seinni hálfleik. Vonandi að ekkert alvarlegt hrjái Árna. Sindri Kristinn Ólafsson 17 ára, kom inn í hans stað en hann var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild.

Leikmaður Fram fékk að líta rauða spjaldið þegar skammt var eftir leiks en eftir það sóttu Keflvíkingar nokkuð. Niðurstaðan varð 1-1 en Keflvíkingar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Keflvíkingar eru nú með 12 stig eftir 7 leiki í 3.-4. sæti.