Jafnt hjá Grindvíkingum og Þrótti
Grindvíkingar gerðu jafntefli gegn Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu um helgina. Lokatölur urðu 1-1 en Grindvíkingar komust yfir í lok fyrri hálfleiks þegar Juraj Grizelj skoraði mark úr vítaspyrnu. Gestirnir jöfnuðu metin eftir klukkustundar leik og þar við sat. Grindvíkingar hafa nú fjögur stig eftir fimm leiki og eru sem stendur í 10. sæti deildarinnar.