Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt hjá Grindvíkingum fyrir norðan
Miðvikudagur 17. júlí 2013 kl. 09:17

Jafnt hjá Grindvíkingum fyrir norðan

Grindvíkingar gerðu 2-2 jafntefli gegn KA mönnum norðan heiða í 1. deild karla í knattspyrnu. Það var hinnm ungi og efnilegi Daníel Leó Grétarsson sem kom gestunum frá Grindavík yfir eftir rúmlega 25 mínútna leik. Skömmu síðar jók Juraj Grizelj forystu Grindvíkinga í 0-2 og þannig var staðan í hálfleik. Vænleg staða fyrir Suðurnesjamenn. Í seinni hálfleik snerist dæmið svo algerlega við. Heimamenn í KA mættu frískari til leiks og náðu að jafna leikinn á sex mínútna kafla.

Eftir leikinn sitja Grindvíkingar enn á toppi deildarinar með 23 stig eftir 11 leiki. Víkingar frá Reykjavík eru skammt undan með 22 stig. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024