Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt hjá GAIS og Djurgarden
Þriðjudagur 7. ágúst 2007 kl. 11:28

Jafnt hjá GAIS og Djurgarden

Sænsku úrvalsdeildarliðin GAIS og Djurgarden skildu jöfn í gær 1-1. Sigurður Jónsson sem á síðustu leiktíð þjálfaði Grindvíkinga er þjálfari Djurgarden en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 28 stig.

Garðmaðurinn og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Jóhann Birnir Guðmundsson, lék ekki með GAIS í gær en hann er meiddur og hefur átt við meiðsli að stríða síðan sænska deildin fór í hlé. Síðari hluti deildarkeppninnar í Svíþjóð er nú hafinn og er GAIS í 8. sæti deildarinnar með 21 stig og því er deildin sérstaklega spennandi í ár.

 

VF-mynd/ Jóhann Birnir lék ekki með GAIS í gær sökum meiðsla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024