Jafnt fyrir norðan
Leiftur/Dalvík og Njarðvík skildu jöfn með einu marki gegn einu norðan heiða í kvöld. Njarðvíkingar komust yfir í leiknum á 20. mínútu með marki Snorra Más Jónssonar sem hann skoraði eftir hornspyrnu Marteins Guðjónssonar.
Heimamenn náðu síðan að jafna leikinn þegar skammt var til leiksloka þegar dæmd var vítaspyrna eftir viðskipti norðanmanns og Friðriks Árnasonar markvarðar Njarðvíkur.