Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt á Njarðtaksvellinum - Grindvíkingar undir gegn FH
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 20:21

Jafnt á Njarðtaksvellinum - Grindvíkingar undir gegn FH


Staðan í hálfleik í leik Keflavíkur og Selfoss sem nú fer fram á Njarðtaksvelli og hófst klukkan 19:15 er 1-1.
Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu þegar Sævar Þór Gíslason rúllaði boltanum í galopið mark Keflvíkinga en jöfnunarmarkið skoraði Paul McShane tíu mínútum síðar eftir sendingu frá vinstri kantinum.

Grindvíkingar eru 2-1 undir gegn FH í Kaplakrikanum, sá leikur hófst einnig klukkan 19:15.
Grindvíkingar komust yfir á tólftu mínútu þegar Grétar Ó. Hjartarson skallaði knöttinn laglega í netið eftir góða sendingu frá Jósefi. Mörk FH skoruðu þeir Matthías Vilhjálmsson á 33. mínútu og Atli Viðar Björnsson á 43. mínútu.

Nánari umfjöllun um þessa leiki á eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttamynd / Hilmar Bragi Bárðarson - Magnús S. Þorsteinsson hjá Keflavík og Andri Freyr Björnsson hjá Selfossi berjast um knöttinn í leiknum í kvöld.