Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jafnt á gervigrasinu
Þriðjudagur 10. júní 2008 kl. 22:35

Jafnt á gervigrasinu



Heil umferð fór fram í 1. deild í kvöld í knattspyrnu. Njarðvíkingar gerðu jafntefli við Hauka en leikið var á Ásvöllum. Dennis Curic kom Haukum í 2-0 áður en Njarðvíkingar minnkuðu muninn og jöfnuðu að lokum með mörkum frá Kristni Björnssyni og Aroni Má Smárasyni.

Að loknum sex umferðum eru Njarðvíkingar í 10. sæti með 5 stig þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Fimm leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Víðismenn gerðu jafntefli við ÍR-inga 1-1 á heimavelli og Sandgerðinar tóku þátt í sannkölluðum markaleik en þeir töpuðu 5-3 fyrir norðan á Sauðárkróksvelli.

Eftir fimm leiki er Víðir í 3. sæti 2. deildar með 9 stig, einu stigi meira en Reynismenn sem eru í 4-6. sæti með átta stig.

VF-mynd/Jón Júlíus Karlsson: Njarðvíkingar náðu með mikilli seiglu að ná stigi á gervigrasinu á Ásvöllum í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024