Jafnaði heimsmetið í keilu
Steinþór Geirdal Jóhannsson jafnaði heimsmetið í keilu þegar hann lék fullkominn leik, þ.e. 300 stig, á Freyjumótinu sem lauk á mánudaginn. Hann sló síðan Íslandsmetið í 4 leikjum er hann spilaði 1.033 sem er rúmlega 258 að meðaltali í leik og jafnaði Íslandsmetið í 5 leikjum, 1.228 stig. Þá sló hann Íslandsmetið í 6 leikjum um eina 60 pinna, er hann spilaði 1.484 sem er rúmlega 247 að meðaltali.