Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jada Colbert leikur með Grindavík út tímabilið
Jada Colbert í leik með Grindavík á síðasta tímabili. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2024 kl. 11:31

Jada Colbert leikur með Grindavík út tímabilið

Er komin með leikheimild og leikur með Grindavík gegn Aftureldingu í kvöld

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við Jada Lenise Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna út tímabilið.

Colbert þekkir vel til innan liðsins en hún lék sextán leiki með Grindavík á síðasta tímabili og skoraði í þeim níu mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er virkilega sáttur með að Jada ætli að taka slaginn með okkur. Hún býr yfir miklum hraða og tækni sem mun valda okkar andstæðingum vandræðum. Jada er virkilega góð viðbót í okkar hóp og væntum við mikils af henni,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur, í tilkynningu á Facebook-síðu knattspyrnudeildar UMFG.

Grindavík er í áttunda sæti Lengjudeildar kvenna, með þrettán stig eftir ellefu umferðir, og eflaust mun Colbert styrkja liðið í þeirri baráttu sem framundan er.

Jada er komin með leikheimild og mun leika með liðinu gegn Aftureldingu í kvöld.