Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttastarf í Reykjanesbæ til fyrirmyndar
Þriðjudagur 28. október 2003 kl. 18:36

Íþróttastarf í Reykjanesbæ til fyrirmyndar

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar bauð sl. mánudag til blaðamannafund þar sem afhentar voru viðurkenningarnar vegna gæðaverkefnis ÍSÍ er heitir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Um er að ræða þrjár deildir íþróttafélaga í Reykjanesbæ og eitt sérgreinafélag. Athöfnin fór fram í félagsheimili Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags að Hringbraut 108.
Þær deildir/félög sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru: Hestamannafélagið Máni, Sunddeild Njarðvíkur, Knattspyrnudeild Keflavíkur, Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Áður höfðu  þrjár deildir Keflavíkur slíka viðurkenningu, í apríl 2003, en það voru Fimleikadeild Keflavíkur, Sunddeild Keflavíkur og Badmintondeild Keflavíkur.
Félögin eru þau einu sem hafa hlotið þessar viðurkenningu frá ÍSÍ. Viðurkenningin er veitt þeim félögum fyrir barna og unglingastarf sitt. Til að öðlast gæðaviðurkenningu ÍSÍ þurfa félög eða deildir að uppfylla nokkur skilyrði.
Eftirfarandi þætti innan íþróttafélagsins/deildarinnar þurfti að skoða: Skipulag félagsins og deildir. Umgjörð þjálfunar og keppni. Fjármálastjórn. Þjálfaramenntun. Félagsstarf. Foreldrastarf. Fræðslu og forvarnarstarf. Jafnréttismál og umhverfismál.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024