Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttamenn Keflavíkur krýndir
Thelma og Þröstur með Einari formanni Keflavíkur. VF-myndir/PállOrri.
Þriðjudagur 3. janúar 2017 kl. 01:00

Íþróttamenn Keflavíkur krýndir

Íþróttamenn deilda Keflavíkur voru krýndir á dögunum og var það Einar Haraldsson formaður Keflavíkur sem krýndi sigurvegara. Íþróttakarl- og kona Keflavíkur 2016 eru þau Thelma Ágústdóttir, körfuboltakona og Þröstur Bjarnason, sundmaður.

Íþróttamenn deilda Keflavíkur 2016 eru eftirfarandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Knattspyrnukarl: Sigurbergur Elisson
Valinn besti leikmaður fyrri umferðar í Inkasso deildinni 2016.

Knattspyrnukona: Sveindís Jane Jónsdóttir
Valin leikmaður ársins hjá knattspyrnudeild Keflavíkur, hún var markahæst í mfl. kvenna ásamt því að fá Ella bikarinn sem er veittur þeim leikmanni yngri flokka sem þykir skara framúr.


Körfuknattleikskarl: Magnús Traustason
Valin Efnilegasti leikmaður Keflavíkur fyrir tímabilið 2015/2016

Körfuknattleikskona: Thelma Dís Ágústdóttir
Íslandsmeistari í unglinga og stúlknaflokki. Valin Besti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur 2015/2016, valin besti ungi leikmaðurinn í Dominosdeild  kvenna og valin í A-landslið kvenna 2016.

Fimleikakarl: Atli Viktor Björnsson
Íslandsmeistari í hringjum 3.þrepi og innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum drengja.

Fimleikakona: Kollbrún Júlía Guðfinnsdóttir
Innanfélagsmeistari í stökkfimi, 3.sæti í landsliðinu á Evrópumótinu í hópfimleikum í blönduðum liðum

Sundkarl: Þröstur Bjarnason
Tíu Íslandsmeistaratitla í opnum flokki og Einn bikarmeistaratitil í opnum flokki.
22 gull, 6 silfur og 8 brons. Þröstur náði lágmörkum á NM núna í desember, en kaus að sleppa mótinu sökum anna í námi. Þröstur er einn af lykilmönnum íslenska karlalandsliðsins í sundi og á eftir að vera áberandi í framtíðinni.

Sundkona: Stefanía Sigurþórsdóttir
Einn Íslandsmeistaratitil 17 ára og yngri og  einn bikarmeistaratitil í opnum flokki.
10 Gull, 10 silfur og 10 brons. Stefanía á gildandi aldurflokkamet í eftirfarandi greinum: 25m laug:  400, 800, 1500 skriðsund  400 fjórsund.
50m laug:  100, 200, 1500 skriðsund 200, 400 fjórsund
Náði lágmörkum í tvö unglingalandsliðsverkefni á árinu, NÆM í júlí og NM í desember, ásamt því að vera í Tokyo 2020 hóp SSÍ. 

Skotkarl: Theodór Kjartansson
Íslandsmeistari í 2.flokki loftriffill, 300 metra riffill liggjandi, 300 metra riffill liggjandi liðakeppni og 3. flokki þrístöðu. Útskrifaðist með D réttindi sem skammbyssu og riffilþjálfari frá ISSF sem er alþjóðaskotsambandið. Keppti á smáþjóðaleikunum í loftriffli

Skotkona: Sigríður Eydís Gísladóttir
Íslandsmeistari í unglingaflokki kvenna í loftriffli. Setti nýtt Íslandsmet í greininni.

Taekwondokarl: Svanur Þór Mikaelsson
Tvo Íslandsmeistaratitla í liðakeppni bardaga og 73kg bardaga. 3 bikarmeistaratitla í 73kg bardaga, 73kg flokk bikarmóti 3 og í tæknikeppni á bikarmóti 2. Sigraði á öllum bikarmótum ársins. Ósigraður í bardaga á Íslandi árið 2016. Var valinn besti taekwondo keppandinn á RIG (Reykjavík International Games). Var hluti af unglingalandsliði Íslands allt tímabilið og m.a. valinn á heimsmeistaramót unglinga í Kanada. (Taekwondomaður 2016)

Taekwondokona: Victoría Ósk Anítudóttir
Tvo Íslandsmeistaratitla liðakeppni í bardaga og -55 cadet kvenna hærri belti. 5 bikarmeistaratitla sigraði á öllum bikarmótum. Vann Scottish Open 2016. Komst í unglingalandslið Íslands árið 2016.

Blakkarl: Jóhann Jóhannsson
Var öflugur í liðinu sem vann sína deild á síðasta Öldungamóti BlÍ og átti stóran þátt í því að liðið leikur í 3ju deild á næsta móti.

Blakkona: Þuríður Árnadóttir
Var í kvennaliði Keflavíkur sem að hlaut Gullverðlaun í 8.deild á Öldungamóti Blaksambandsins sem haldin var 5-7 maí 2016. Þuríður er frábær liðsmaður sem getur spilað allar stöður á vellinum. Hún á hörku uppgjafir sem reynast oft á tíðum erfiðar fyrir andstæðinginn.