Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttamenn fara að sjálfsögðu í kjólinn fyrir jólin
Mánudagur 25. desember 2017 kl. 06:00

Íþróttamenn fara að sjálfsögðu í kjólinn fyrir jólin

Síðustu leikir í Domino’s-deildum karla og kvenna í körfu fóru fram í síðustu viku og hefjast leikar aftur fljótlega eftir áramót. Leikmenn og þjálfarar fá nú tækifæri til þess að slípa leik sinn betur, gera vel við sig í mat og drykk yfir jólahátíðina en það er ekki þar með sagt að það sé komið jólafrí og æfingar eru enn í fullum gangi hjá liðunum.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur svaraði nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur.

Hvernig verða æfingarnar yfir jólahátíðina?
Við munum æfa vel yfir jólin en stelpurnar munu samt fá eitthvað frí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru markmiðin á nýju ári?
Markmiðin á nýju ári eru að halda áfram að æfa vel og bæta okkur sem lið.

Hvernig er góður þjálfari?
Góður þjálfari þarf að vera skipulagður, hafa mikinn skilning á íþróttinni, vera með aga, endalausan áhuga og góður í mannlegum samskiptum.

Hvernig er stemningin í hópnum?
Það er góð stemmning í hópnum enda eru þetta mjög hressar og skemmtilegar stelpur.

Hver er mesti sprelligosinn í liðinu?
Ég held að Birna eigi þennan skuldlaust.

Hver er alltaf seinn/sein?
Þóranna var alltaf að mæta á síðustu stundu en hún er búin að laga það.

Hvað borða íþróttamenn yfir hátíðarnar?
Ég held að flestir séu góðir við sjálfa sig yfir jólin og leyfi sér smá kæruleysi í mat og drykk og smá nammi líka.

Fara íþróttamenn í kjólinn fyrir jólin?
Já, að sjálfsögðu.