Íþróttamenn ársins í Reykjanesbæ
Íþróttamenn greina í Reykjanesbæ 2013
Íþróttamenn ársins í öllum greinum hafa verið tilkynntir fyrir árið 2013 hjá Reykjanesbæ. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu að þessu sinni en nánar má lesa um afrek íþróttafólksins hér.
Ástrós Brynjarsdóttir var kjörinn Íþróttamaður ársins á gamlársdag en hún er 14 ára afrekskona í teawkondo sem síðastliðin tvö ár hefur verið kjörin taekwondo kona ársins á Íslandi.
Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2013 – Árni Gunnlaugsson
Júdómaður Reykjanesbæjar 2013 – Bjarni Darri Sigfússon
Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2013 – Lilja Björk Ólafsdóttir
Handboltamaður Reykjanesbæjar 2013 – Eyþór Ólafsson
Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2013 – Ásmundur Ernir Snorrason
Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2013 – Vilhjálmur Þór Jónsson
Blakmaður Reykjanesbæjar 2013 – Brynjar Harðarson
Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2013 – Hörður Sveinsson
Kylfingur Reykjanesbæjar 2013 – Karen Guðnadóttir
Taekwondoomaður Reykjanesbæjar 2013 – Ástrós Brynjarsdóttir
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2013 – Árni Snær Kristgeirsson
Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2013 – Þorvarður Ólafsson
Þríþrautarmaður Reykjanesbæjar 2013 – Rafnkell Jónsson
Körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona Reykjanesbæjar 2013 – Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir
Skotmaður Reykjanesbæjar 2013 – Theodór Kjartansson
Sundmaður Reykjanesbæjar 2013 – Kristófer Sigurðsson