Íþróttamaður Reykjanesbæjar hlaut C-styrk úr afrekssjóði ÍSÍ
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í dag tillögur Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi íþróttamanna fyrir árið 2011 en upphæðin hljóðar upp á rúmar 56 milljónir króna. Fjórir íþróttamenn úr röðum fatlaðra hlutu C-styrk úr afrekssjóði og einn af þeim var íþróttamaður Reykjanesbæjar, Jóhann Rúnar Kristjánsson. Hann hlaut styrk fyrir afrek sín í borðtennis og hljóðaði styrkurinn upp á 480.000 kr.
Þá fengu tveir eingreiðslu úr afrekssjóði upp á 300.000 kr. hvort og sex ungir og framúrskarandi íþróttamenn hlutu svo eingreiðslu úr styrktarsjóði ungra og framúrskarandi íþróttamanna upp á 100.000 kr. hver.