Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttahúsið í Njarðvík sprungið
Þriðjudagur 19. september 2017 kl. 16:21

Íþróttahúsið í Njarðvík sprungið

- og aðalsvæði UMFN verði í Dalshverfi

Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur, hefur sent bæjaryfirvöldum áskorun um að nýtt íþróttahús rísi í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Hann bendir á í áskoruninni að íþróttahúsið í Njarðvík sé fyrir löngu sprungið.
Hann skorar á bæjaryfirvöld að byggt verði fullvaxið íþróttahús sem tengist við íþróttahús nýja skólans í Dalshverfi og að aðalsvæði UMFN verði staðsett við nýja skólasvæðið í Dalshverfi.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tók við áskoruninni sem síðan mun hafa sína leið í bæjarkerfinu.
Nýjasti skólinn í Reykjanesbæ mun rísa í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Niðurstaða undirbúningshóps sem skilaði skýrslu í júní 2016 var að byggður verði heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og félagsmiðstöð. Skólinn sem staðsettur er í austasta hluta bæjarins á jafnframt að geta þjónað grenndarsamfélaginu sem eins konar menningarmiðstöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skólinn á að bera þess merki að horft sé til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. Megin einkenni skólans verður sveigjanleiki, sveigjanleiki í kennsluháttum, í nýtingu rýmis, í skipulagi vinnudags og skilum á milli skólastiga.