Íþróttafólk Reykjanesbæjar ekki útnefnt í ár
Stjórn ÍRB , hefur tekið ákvörðun um að velja ekki íþróttamann ársins í ár vegna þess ástands sem hefur ríkt á árinu sem er að líða. Þau sem unnu Íslandsmeistaratitil fá eigi að síður verðlaunapening frá Reykjanesbæ til minningar um afrekið.
Sundfólkið Karen Mist Arngeirsdóttir og Már Gunnarsson voru kjörin Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2019.