Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttafólk frá NES í landsliðsverkefnum
Mánudagur 22. júní 2015 kl. 09:41

Íþróttafólk frá NES í landsliðsverkefnum

Keppa í Færeyjum í byrjun júlí.

Fannar Logi Jóhannesson, Ingólfur Már Bjarnason og Viktor Ingi Elíasson, félagar í íþróttafélaginu NES, munu í næstu viku keppa á norrænu barna- og unglingamóti fatlaðra sem haldið verður í Færeyjum 2. - 7. júlí, nánar tiltekið í bænum Tóftir.  
 
Alls fara 18 keppendur frá Íslandi á mótið og munu Norðurlöndin skiptast á að halda þetta mót annað hvort ár. Á síðustu þremur áratugum hefur Norræna barna- og unglingamótið verið frumraun margra íþróttamanna á erlendum vettvangi. Þar hafa skærustu íþróttastjörnur Íslands úr röðum fatlaðra fengið að spreyta sig og farið áfram og vakið heimsathygli.
 
Fulltrúar frá NES munu keppa í frjálsum og sundi og þar á bæ litið á þetta tækifæri sem mikinn heiður og ríkir mikið stolt í gærð fulltrúanna sem hafa sýnt miklar framfarir undanfarið ár. 
 
Sjá nánar hér
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024