Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttafélög í Reykjanesbæ tengjast ekki Íþróttabandalagi Suðurnesja
Miðvikudagur 3. júní 2009 kl. 22:44

Íþróttafélög í Reykjanesbæ tengjast ekki Íþróttabandalagi Suðurnesja

Fréttir um að fyrrum gjaldkeri Íþróttabandalags Suðurnesja hafi verið ákærður fyrir að hafa dregið sér rúmar þrjár milljónir króna hafa valdið stjórnarmönnum í öðrum íþróttafélögum og bandalögum á Suðurnesjum ónæði og óþægindum. Fáfræði er um að kenna og er fólk að halda að Íþróttabandalag Suðurnesja og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar séu sama félagið. Jafnvel er orðrómur búinn að gera Íþróttabandalag Suðurnesja og Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag að einu og sama félaginu. Hefur Einar Haraldsson formaður Keflavíkur séð ástæðu til að senda út yfirlýsingu vegna málsins.

„Yfirlýsing frá formanni Keflavíkur

Að gefnu tilfeni  þá vill ég koma því á framfæri að Keflavík íþrótta- og ungmennafélag og  allar deildir þess eru aðilar að Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Landinu er skipt upp í íþróttahéruð og er Reykjanesskaginn tvo íþróttahéruð annars vegar Íþróttabandalag Reykjanesbæjar og til heyra íþróttafélögin í Reykjanesbæ því og hins vegar Íþróttabandalag Suðurnesja og heyra Grindarvík, Vogar, Sandgerði og Garður því.

Fyrir hönd Keflavíkur,
Einar Haraldsson formaður“.



Mynd: Merki Íþróttabandalags Suðurnesja. Það bandalag er ekkert tengt íþróttafélögum í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024