Íþróttir

Íþróttaárið 2014: Skin og skúrir hjá Grindvíkingum
Mánudagur 5. janúar 2015 kl. 10:23

Íþróttaárið 2014: Skin og skúrir hjá Grindvíkingum

Grindvíkingurinn Petrúnella Skúladóttir fer yfir árið 2014

Körfuboltakonan Petrúnella Skúladóttir úr Grindavík segir að gengi kvennaliðs Grindavíkur hafi verið ákveðin vonbrigði á árinu sem var að líða. Hjá karlaliðinu mátti svo litlu muna að tveir titlar kæmu í hús.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?
Þegar Grindavík urðu bikarmeistarar karla í körfubolta.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Þegar Grindavík tapaði í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla, og gengi kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar í fótbolta.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Taekwondo íþróttin er að verða sýnilegri og er það af hinu góða

Hvernig sérðu íþróttafólk standa sig á næsta ári?
Vel, við eigum ávallt flotta fulltrúa af Suðurnesjum í íþróttum, Elvar Már Friðriksson er t.d. að standa sig vel í háskólaboltanum. Gaman er að lesa að Kristinn Pálsson er einnig að standa sig með unglingaliði í ítalíu, og svo auðvitað Jón Axel Guðmundsson, hann á eftir og er að standa sig hvar sem hann verður að spila.