Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2014: Elías Már skaraði fram úr
Mánudagur 5. janúar 2015 kl. 17:19

Íþróttaárið 2014: Elías Már skaraði fram úr

Halldóra Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Keflavíkur, segir vonbrigði ársins vera árangur fótboltans í Keflavík, en þó hafi stjarna Elíasar Más Ómarssonar skinið skært hjá liðinu. Hún segir mikinn vöxt vera í fjölmörgum íþróttagreinum á svæðin enda sé hér fjölbreytt og öflugt starf í gangi.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?
Það sem mér finnst standa upp úr á þessu ári er öll sú fjölbreytni sem er í boði fyrir börn og unglinga í Reykjanesbæ. Júdódeildin kom sterk inn, er alltaf að bæta við sig iðkendum og árangurinn frábær. Einnig byrjaði blakdeildin með æfingar fyrir börn og unglinga. Svo að sjálfsögðu allar hinar deildirnar sem eru alltaf að bæta sitt starf og byggja upp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Ætli það sé ekki að meistaraflokkur karla hjá Keflavík í knattspyrnu missti flugið á miðju tímabili. En ég býð spennt eftir næsta tímabili með miklar vonir.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Klárlega Elías Már Ómarsson fótboltamaður hjá Keflavík

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Fimleikadeildin er að koma sterk inn með gríðarlegri aukningu iðkenda og góðum árangri í keppni á árinu.

Hvernig sérðu íþróttafólk af suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Ég held að íþróttafólk af Suðurnesjum komi mjög sterkt inn á næsta ári. Hér er vel haldið utan um allar íþróttagreinar, vel skipulagt starf og mjög mikið af fólki sem starfar í sjálfboðastarfi í kringum allar greinarar.