Íþróttir

Íþróttaárið 2014: Ár unga fólksins
Ástrós Brynjarsdóttir Íþróttakona Reykjanesbæjar,
Laugardagur 3. janúar 2015 kl. 08:00

Íþróttaárið 2014: Ár unga fólksins

Ástrós Brynjarsdóttir gerir upp íþróttaárið 2014

Íþróttakona Reykjanesbæjar, Ástrós Brynjarsdóttir, átti góðu gengi að fagna á árinu sem var að líða. Hún segir að fleiri ungir íþróttamenn af svæðinu séu að gera virkilega góða hluti, enda komi héðan fjöldinn allur af unglingalandsliðsfólki.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?
Við áttum marga norðurlandameistara í ólíkum greinum t.d. taekwondo eignaðist marga norðurlandameistara og unnu mótið í heild, stelpurnar í körfunni og sundið áttu einnig norðurlandameistara. Tók líka eftir að fótboltinn átti keppendur á ólympíuleikum æskunnar og stóðu sig mjög vel. Taekwondo stóð sig hrikalega vel á árinu í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og unnu öll mót í heild sem þau kepptu á. Margir ungir úr körfunni komust í unglingalandslið og einnig í öðrum greinum komust margir ungir í unglingalandslið og sýnir það að ungt fólk er að koma sterkt inn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Það voru engin sérsök vonbrigði á árinu að mínu mati.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Mér fannst Kristófer og Íris Ósk úr sundinu skara mjög mikið framúr. Margir úr taekwondoinu stóðu sig hrikalega vel. Einnig var hann Birkir Orri úr gólfinu áberandi í ár. Og Stelpurnar úr unglingakörfunni.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Já, sundið kom mjög sterk inn og heyrði maður mikið um þau. Einnig kom körfuboltinn og taekwondoið sterkt inn í ár.

Hvernig sérðu íþróttafólk standa sig á næsta ári?
Ungt íþróttafólk mun koma sterkara inn á komandi ári. Fleiri ungir munu komast í landsliðin og gera góða hluti. Ungir og efnilegir iðkendur í taekwondo munu vera áberandi á næstu árum.